1. og 2. deild karla í knattspyrnu líkur á morgun

Knattspyrnuvertíðinni er að ljúka og á morgun verða lokaumferðir í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu.

KA spilar gegn BÍ á Akureyrarvelli kl. 14 í 1. deildinni.

Dalvík/Reynir spilar gegn Fjarðabyggð á Dalvíkurvelli kl. 14.

KF heimsækir topplið Hattar frá Egilsstöðum.

Tindastóll/Hvöt mæta Völsungum frá Húsavík á Sauðárkróksvelli.