Sunnudaginn 11. febrúar verður 1-1-2 dagurinn þá munu viðbragðsaðilar á Akureyri keyra hring um bæinn og enda á Glerártorgi þar sem tæki og búnaður viðbragðsaðila verða til sýnis. Reiknað er með að flotinn verði við Glerártorg um kl. 13:45 og verða tækin til sýnis til kl. 14:30. Þeir aðilar sem verða á staðnum eru Slökkvilið Akureyrar, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Súlur björgunarsveitin á Akureyri og Rauði krossinn á Akureyri