0-13 á Ólafsfjarðarvelli

Á fimmtudaginn s.l. mættust sameiginlegt lið KF/Dalvík og Kormákur/Hvöt á Ólafsfjarðarvelli í 4. flokki karla. Þetta  var mikill markaleikur og voru gestirnir 0-7 yfir í hálfleik, og bættu við sex mörkum í þeim síðari. Lokatölur 0-13 fyrir gestina. Kormákur/Hvöt eru ósigraðir eftir 6 leiki og eru með 18 stig í efsta sæti. KF er í þriðja sæti eftir 8 leiki og hafa sjö stig. Önnur lið hafa spilað færri leiki og geta því komist ofar í töfluna.